Í MS voru um 700 nemendur síðasta vetur, næsta verða líklega aðeins fleiri vegna þess hve lítill fjórði bekkurinn var.
Skólinn hefur dalað aðeins síðustu ár hvað félagslíf varðar en stóru viðburðir sem skólafélagið stendur fyrir eru alltaf vinsælir. T.a.m. voru rúmlega 400 manns á söngvarakeppninni í febrúar, en það þurfti að vísa fólki frá vegna þess hve fullt var. Andinn í skólanum er virkilega góður, þó svo mætingin á minni atburði sé helst til dræm. En það stendur til bóta og ég hef fulla trú á því að MS geti á næstu árum unnið sig upp á þann stall sem hann stóð eitt sinn.
MS hefur barist síðustu 2-3 árin við það að losna við slæman stimpil sem kominn var á okkur. Það kemur aðeins í fréttum ef eitthvað slæmt gerist og erfitt að losna við stimpil þegar nokkrir slæmir atburðir verða á stuttum tíma. MSingar eru því miður með það leiðinlega orð á sér að þeir séu slagsmálahundar. Það á varla að þurfa að taka það fram að þetta er aðeins lítill hluti skólans.
Síðustu 2 árin hafa sviðin sem snúa að tækni verið hvað virkust. Í MS eru til alls kyns tæki og tól sem manni hefði ekki dottið í hug að skólafélag menntaskóla gæti átt. Videosviðið er mjög öflugt og hefur verið alla tíð. Ef þú hefur einhvern áhuga á hvers konar tæknimálum þá er ég meira en lítið tilbúinn að lóðsa þig um geymslur og kompur skólans í leit að hlutum sem gætu nýst.
Endilega láttu mig líka vita ef þú hefur áhuga á tæknimálum, hvort sem það er tengt ljósabúnaði, hljóði eða mynd. Tæknimenn eru nauðsynlegir hverjum skóla en því miður vantar aðeins upp á menn sem geta tekið við þeim málum á eftir mér.
Heimasíða skólafélagsins hjálpar þér kannski ekki mikið en þú færð kannski einhverja smá hugmynd um skólann í gegnum hana.
www.belja.is
www.msund.is
Ég vona að ég hafi hjálpað þér eitthvað, endilega spurðu ef þú vilt vita eitthvað meira, annað hvort sem svar við þessu eða bara í pm.