Ég myndi ekki skipta yfir í þýsku, lærði smá af henni í 9. bekk, og fannst hún klikkað leiðinleg. Fór svo í frönsku í fyrra (3. bekk Verzló) og sé ekki eftir því. Mér finnst franskan léttari, þó allir blaðra oftast um skildleika þýskunnar við íslenskuna, og að þess vegna sé hún léttari. Þetta er auðvitað þitt mál, en ég held líka (án þess að hafa reynslu af því) að það gæti orðið erfitt að skipta um tungumál, þeir raða m.a. í bekki eftir því.
- MariaKr.