Hér að neðan er tilkynning sem skrifstofa Menntaskólans við Hamrahlíð sendi frá sér þann 15. júní 2005, klukkan 17:15.
Undir fyrirsögninni: “Góð aðsókn að skólanum.”
“Alls hafa um 490 nemendur sótt um skólavist í MH og af þeim voru 372 nýnemar að sækja um strax að loknum grunnskóla.
Gert er ráð fyrir að í skólann verði teknir um 200 nýnemar næsta haust og lokið verður við úrvinnslu umsókna í seinni hluta næstu viku.
Umsóknir þeirra sem við getum ekki tekið inn í skólann verða sendar áfram til varaskóla. Nemendur sem ekki eru að sækja um strax að loknum grunnskóla og gefa ekki upp varaskóla á umsókn fá umsóknina senda heim.
Við þökkum öllum sem sóttu um skólann fyrir áhugann.”