Eins og aðrir 10. bekkingar útskrifaðist ég úr grunnskóla um daginn. Einkunnirnar mínar úr samræmduprófunum voru eftirfarandi: 9 - íslenska, 9 - enska, 8.5 stærðfræði og 7.5 samfélagsfræði. Ég stefni á félagsfræðibraut eins og prófin gefa til kynna, en því miður stóð ég mig ekki nógu vel í samf.prófinu. Hvað um það. Ég er ekki viss hvort bekkjarkerfi eða áfangakerfi henti mér betur. Ég hef í þónokkurn tíma núna verið harðákveðinn í að sækja um MH sem aðalskóla en er núna farinn að fá efasemdir. MH er ennþá sá skóli sem mig langar mest í en ég er ekki viss hvort áfangakerfið henti mér eða ekki. Hinn skólinn sem ég er að spá í er Versló. Hann er vissulega ólíkur MH og þess vegna er ég í vanda. Bekkjarkerfi eða áfangakerfi? Ég kann að meta öll góð svör og vil þakka fyrirfram fyrir þau, ef þau verða einhver.