Ég er í Verzló - Félagsfræðibraut. Þetta klísjukenda, gott félagslíf (þar er ég ekki að grínast, skemmtilegasta ár lífs míns, og ég á 3 vonandi jafn góð/betri eftir :D) Svo er námið mjög skemmtilegt, og ég trúi því að það muni gagnast vel, sumt betur en annað. Galli að mínu persónulega mati er að skólinn er að verða svo huge hvað fjölda varðar, gætir týnst í fjöldanum, en það góða við það er að þá á maður alltaf sinn bekk..Kennarar misjafnir eins og gengur og gerist, flestir þó mjög góðir og skemmtilegir. Það fer samt mikið eftir því hvort þér finnst tíminn skemmmtilegur eða ekki (tvöföld bókfærsla= X( stundum) Og svo er skemmtileg aðstaða líka.
Vona að þetta hjálpi, sjálf ákvað ég mig kvöldið fyrir seinasta skráningardag, en núna skil ég ekki hvaða miklu pælingar þetta voru hjá mér. Hvet þig sem og aðra til að fara á opna húsið sem er held ég núna 13.jún, og eins að kíkja á www.verslo.is/
- MariaKr.