Þú ert með 3 einingar, okey. Þú færð þær pott þétt metnar í MH en þú getur ekki gengið að því vísu hjá Versló. Þeir eru með bekkjarkerfi eins og þú veist og til að fá einingar metnar þar þarftu að taka stöðupróf og þarft hreinlega að “brillera” á því til að fá áfangann metinn og hingað til hafa þessi stöðupróf þótt ansi erfið.
Ég ætlaði alltaf að sækja um í Versló en svo fór ég að hugsa, ég er með 12 einingar (danska 103 og 203 + þýska 103 og 203) og ég hreinlega tímdi ekki að missa þessar einingar og þurfa að taka þessa fjóra áfanga aftur. Þess vegna sótti ég um í MH.
Ég er utan af landi og mun búa í 5 mínútna hjólafæri frá MH. Þannig að ætti að vera í góðum málum ef að ég fæ inni.
Mundu bara að taka það fram í umsókninni, í hvaða skóla sem þú sækir um, að þú sért búinn með þennan áfanga í ensku. Í rafræna umsóknarforminu á menntagatt.is er dálkur fyrir aðrar upplýsingar, þar skaltu skrifa þetta og í hvaða skóla þú lagðir stund á þetta nám.
En hver veit, kannski sjáumst við bara í MH í haust, en hvar sem þú sækir um, megi Guð og gæfan fylgja þér og gangi þér vel að ákveða þig.