Það virðist vera einhver misskilningur hérna. MR er hverfisskóli, eins og aðrir menntaskólar á höfuðborgarsvæðinu (nema VÍ). Ef þú býrð uppí Breiðholti eða úti á landi, þá er ekkert svo líklegt að þú komist að, alveg sama hvaða einkunnir þú ert með.
Það þarf nefnilega ekkert fínar einkunnir í MR. Eini skólinn sem ég veit um sem velur aðeins hæstu einkunnirnar er VÍ.
Þar að auki ferðu ekki á náttúrufræðiDEILD (ef þú talar um
“brautir” í MR kemstu nú ekki langt) strax á fyrsta ári heldur á því þriðja, þannig að dönskueinkunnin skiptir alls engu máli, því þú verður orðinn stúdent í dönsku áður en þú byrjar á náttúrufræðideild. Á fyrsta ári velur þú um þýsku eða frönsku, á öðru ári veluru um stærðfræðideild eða máladeild. Ekki fyrr en á þriðja ári velur þú um að fara á náttúrufræðideild. Nema það hafi orðið miklar breytingar síðan ég var þar.