Sko, ég ruglast alltaf á hvor er sterk og hvor er veik.
Ég veit að ef maður setur orðin í eignarfall þá á maður að geta fundið það út…
T.D.
Ljótur bíll
ljótan bíl
ljótum bíl
til ljóts bíls


og svo er líka:
svört kráka
svarta kráku
svartri kráku
svartrar kráku


Hvor er veik og hvor er sterk?
í seinustu línu á að enda á samhljóða/sérhljóða og þá er hún sterk, bara man ekki hvort það er ef það er sérhljóði aftast eða öfugt, hvor af þessum lýsingarorðum er sterk?

Týndi glósunum um þetta.
Með von um hjálp.