Það var ein spurning mjög skrítin í náttúrufræðiprófinu. Ég spurði kennarann minn og hún sagði að það væri ekkert rétt …
Það var þessi með þotuna:
María heyrir í þotu á heiðskýrum degi. Hún kemur ekki strax auga á þotuna.
Ástæða þess er líklega að ljósið …
P berst hraðar en hljóðið
R er orkumeira en hljóðið
S ferðast á minni hraða en hljóðið
T fer styttri vegalengd en hljóðið
Það er ekkert rétt, er það?
P ef það berst hraðar ætti hún að sjá hana áður en hún heyrir í henni
R Orkumeira ???
S Ljósið fer alltaf hraðar en hljóðið
T Af hverju styttri ?
Veit einhver hvað er rétt?