Finnst ykkur ekki svoldið asnalegt að hafa vorpróf nokkrum dögum eftir samræmdu? Þannig er það hjá okkur í Setbergsskóla. Hafa þessi próf einhver áhrif? Ég veit um nokkra sem fara í engin vorpróf.
Ha próf eftir samrændu. Ég fer bara í vorferðalag núna á eftir. Eftir það eru munnleg próf og svo bara chilldagar. Ég held að ég gæti ekki farið að læra fyrir vorpróf núna.
Við fórum líka í þau fyrir samræmdu.. Reyndar ekkert alvarleg próf, en próf samt sem áður.. Miklu gáfulegra að hafa þau fyrir samræmdu því þá lærir maður betur undir þau.
Hjá okkur voru vorprófin fyrir samræmdu, það er miklu betra. Jú prófin skipta máli. Þau geta hækkað upp samræmdu prófs einkunnina og auðveldað inngöngu í framhaldsskóla.
Þau áttu að vera rétt fyrir eða eftir páskana hjá okkur en voru færð eftir samræmdu útaf verkfallinu, held ég :/ Þetta er rosa bögg því að nú förum við í vorferð og svo strax í næstu viku byrja prófin :(
Ég er líka að byrja í vorprófum. Þau verða örugglega bara í næstu viku, en ég held ég taki bara 2 eða 3 próf. Svo er búið að banna að hafa svona prófdaga þannig við þurfum að taka prófin á skólatíma :(
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..