Ég gleymdi að ég ætlaði að skrifa þennan kork þannig að hann kemur dálítið seint:
Mér fannst enskuritunin alveg fáránleg í ár! Hún var í tveim hlutum; í þeim fyrri átti maður að gera stíl úr 7 myndum sem sýndar voru og í þeim seinni átti maður að svara hálfleiðinlegum spurningum. Mér fannst þessi 100 orð alltof lítið miðað við hve mikla sögu viði þurftum að skrifa! Málfarið verður ekki nærri eins gott þegar maður þarf að fara hratt yfir efnið og maður fær bara ekki tækifæri til þess að láta enskuna skína!
Ég man að ég gerði a.m.k 130 orð og verð örugglega dregin niður fyrir það.
Svo var það þetta með að svara spurningunum, það var algert rugl fannst mér! Manni voru gefnar 2 setningar til þess að svara spurningum sem að gáfu manni ekki góð tækifæri til að sýna fram á orðaforðann vegna þess að þær voru svo einhæfar:
Í hverju var mamman? Hvað er mamman að hugsa?
Jæja þetta er mitt álit en þið megið endilega segja hvað ykkur fannst.