Já ég er hérna í mjög fínum skóla, Góðir kennarar og allt svoleiðis, líflegt félagslíf og fjörugir krakkar.. og mér líður alveg ágætlega í skólanum að öllu leyti, nema það að bestustu bestu vinkonur mínar í öllum heiminum sem ég hef þekkt frá því ég fæddist eru allar í öðrum skóla.. og það er virkilega pirrandi.. Svo ég hef verið að velta fyrir mér að skipta um skóla, er í 8 bekk og myndi þá fara í 9 og 10 í hinn skólann. Ég var bara að velta fyrir mér, hvað ef hinn skólinn er ekki jafn góður og skólinn sem ég er í?
Það sem mér finnst fara í taugarnar á mér við skólann sem ég er í núna er að ég er frekar einangruð frá hinum krökkunum í bekknum, eða svona ég get spjallað og hlegið og talað og grínast með hinum en samt finnst mér eins og ég eigi ekki samleið með þeim.. Mér finnst þau svo hrikalega barnaleg :S T.d. stelpan sem ég sit með montar sig af því að hafa keypt sér nýtt pennaveski og þar fram eftir götunum!
Ég bý alls ekki langt frá skólanum sem mig langar að fara í, tæki mig kannski 10 mín að labba þangað.. Ég er góður námsmaður og gengur mjög vel í skóla, vinkonur mínar vilja allar fá mig, ég þekki nánast alla í hinum skólanum, allt frá 7-10 (á vini alveg úr 7 upp í 10)
Svo er það eitt sem gæti kannski farið aðeins á móti, er að ég þarf að fá að vera með 9 ef ekki 10 bekk í ensku, því ensku efnið sem ég hef verið að fá síðan í 7 er bara allt allt of létt.. ég var til að mynda búin með vinnubókina í ensku - 30 bls á undan hinum í bekknum! Það átti að fara að taka á þessu á næsta ári, semsagt átti ég að fá 9 bekkjar efnið ásamt 10 bekkjar efninu, ég átti að fá að taka samræmda prófið í 9 bekk og svo mætti ég ef ég vildi fá að taka það aftur í 10 og þá yrði hærri einkunnin látin standa.. Ég var bara að hugsa að get ég fengið svona forréttindi hjá kennurum sem þekkja mig lítið sem ekki neitt?
Svo er það þessi óvissa, ætti ég eða ætti ég ekki? myndi ég sjá eftir því að skipta um skóla loksins þegar ég myndi fá það? Ég hef verið að hugsa um að skipta um skóla síðan í bekk þannig að þetta er ekkert nýtt af nálinni..
Vonandi er þetta skiljanlegt