Hvað um það, ég veit um nokkra skóla sem hafa þessa reglu og ég skal útskýra fyrir þér rökin fyrir henni. Í skólum þar sem margir og þá misþroskaðir nemendur stunda nám er ekki hægt að bjóða nemendum upp á það að horfa á samnemendur sína, oftast eldri, með tunguna ofan í koki hvorir á öðrum. Þetta misbýður oftar en ekki blygðunarkennd bæði nemenda og kennara og annars starfsfólks og er alls ekki efni til að kynna ungum nemendum fyrir. Þetta fólk ætti ekki að þurfa að þola það að horfa upp á kynferðislegar athafnir annarra, og þá barna í tilfelli grunnskólanna. Og munnmök eru vissulega kynferðisleg svo og ýmsar þreifingar para í frímínútum. Þannig að ég skil ósköp vel að sumir skólar verði að banna kossa ef mikið er um “slefandi” pör. Þessi regla var m.a. sett á í mínum skóla á sínum tíma þegar ég var grunnskólanemi. Enginn kvartaði yfir reglunni nema þá kannski viðkomandi pör.
Annars eiga frekari umræður um svona lagað kannski frekar heima á einhverju öðru áhugamáli….
Karat, stjórnandi á Skóli.