Daginn.

Ég er nú bara tittur í 10.bekk og nú líður að því að maður þurfi að fara að velja Framhaldsskóla.

Ég er að taka Ensku 103 meðfram grunnskólanum í MK og kannast þar af leiðandi örlítið við skólann og svoleiðis. En nú fór ég um daginn í kynningarferð í Versló og get nú ekki annað sagt en að mér líst helvíti vel á þann skóla.

Svo nú er ég alveg í kleinu með hvað ég á að gera. Svarið við spurningunni ‘Í hvaða framhaldsskóla ætlar þú?’ hafði alltaf verið ‘MK’, en nú hefur það breyst yfir í ‘Versló eða MK’ og mér þykir þetta alveg fáránlega erfitt val :(.

Ég færi í Versló alveg pottþétt - En þar er Bekkjakerfi, og ég hef alltaf verið ekki nógu hrifinn af Bekkjakerfi, og í MK aftur á móti er Áfangakerfi sem ég hef alltaf haldið að myndi henta mér betur, þó ég hafi ekki hugmynd um það svosem.

Svo mig langaði að vita hvort það væri einhverjir Hugarar hér sem hefðu einhverjar skoðanir á þessu og gætu deilt þeim með mér (?).