Ég birti þetta ljóð á Ljóðum hérna um daginn og langaði að deila því með ykkur hérna á Skólanum, þar sem ljóðið er svo tengt áhugamálinu. Ég vil þó vekja athygli á því að ég hef ekkert á móti skólanum og á þetta ljóð sér enga stoð í raunveruleikanum :)

Skólaböl

Yfir bókunum nemendurnir sveittir sitja,
þegar á önnina er farið að halla.
Kennararnir sinn dómsdagsboðskap flytja.
„Bætið ykkur ellegar þið öll munið falla!"

Kennarar eru haldnir kvalalosta,
okkar foreldrar okkur í þrældóm selja.
Kennarar eru haldnir blóðþorsta,
Alla daga þeir okkur kvelja.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _