Það eru klíkur í verzló, þar er jettsettið allt alls staðar og hinir fá bara að vera með. En í MH og FB t.d. eru líka brjálaðar klíkur og bara…stéttaskipting. Ef þið ætlið í MH kæru 10.bekkingar, ákveðið í sumar hvort þið viljið halda til í Norðurkjallara (ef þið eruð nógu költ til að vera meðtekin þar) miðsalnum eða matsalnum og nælið ykkur í borð STRAX með e-i klíku, annars kostar það erfiði að finna sér stað í vetur. Þ.e.a.s ef þið viljið vera e-ð. Sama gildir í FB Jæja, ókei ég hef ekki persónulega reynslu úr hvorugum skólunum, en þetta hef ég heyrt aftur og aftur.
Hinsvegar get ég sagt ykkur allt sem þið vitið um MR og ég staðfesti að þar þarf alls ekki að læra sveittur allan daginn!! Það er svo mikið kjaftæði. Auðvitað eru gerðar kröfur, en ekki ósanngjarnar. Félagslífið í verzló hefur verið mj.áberandi, vegna nemó sérstaklega en það er sko ekki síðra ef ekki betra í MR, þar eru 2 nemendafélög og þar af leiðandi 2 skólablöð, 2 árshátíðir, 2 frábærar samviskusamar stjórnir, endalaus bjórkvöld og þar fram eftir götunum. MR rokkar.