Það var fáránlegt að fresta verkfallinu til að byrja með. Kannski væri komin lausn núna ef það hefði ekki verið gert. Enginn kennari vildi fara að kenna þá (svo ég viti), það var ósanngjart fyrir alla að þessi vika væri kennd, þannig séð.
Ef þú hins vegar hefðir séð þessa miðlunartillögu þá myndirðu skilja af hverju hún var felld.
Til að hughreysta þig get ég hins vegar sagt að þegar ég var í 10. bekk var álíka langt verkfall og það eftir áramót, mun nær samræmdu prófunum og ég bar engan skaða af (samræmdu prófin voru færð fram í lok maí). Það mun verða komið til móts við 10. bekkinga með einhverjum hætti.