Kennarar eru ekki haldnir neinum ranghugmyndum. Ekki myndi ég sætta mig við einhverja skítatillögu bara til að hætta í verkfalli. Sérstaklega ekki þar sem það er möguleiki á að verkfallsrétturinn verði svo tekinn af kennurum. Þess vegna er mun meiri pressa á kennara núna að duga eða drepast og semja vel, það er ekki víst að þeir muni framar geta barist fyrir laununum sínum og fá því alltaf lélega samninga ef þeir missa verkfallsréttinn. Þetta er ekkert spurning um að vilja vera í verkfalli, heldur að berjast fyrir sanngjörnum launum, kannski til lengri framtíðar en fólk heldur.