Mig langar rosalega að vita hvað ykkur finnst um verkfall kennara.



Persónulega finnst mér að kennarar og annað fólk hafi rétt á að fara í verkfall ef þeim finnst sín kjör ekki vera nógu góð, en mér finnst þetta verkfall sem stendur núna að fara út í öfgar. Kennarar hafa vissulega rétt fyrir sér að fyrir langt nám, erfiða vinnu og langan vinnutíma eigi að vera meiri laun, en mér finnst líka að kennarar verði að koma til móts við samningamenn og lækka sínar kröfur örlítið. Mér finnst samningarmenn heldur ekki standa sig vel, fundum er frestað um langan tíma, síðast um 2 vikur, sem er allt of langt. Sveitafélögin eru auðvitað misstór og misefnuð, en gætu ábyggilega gert eitthvað. Verkfallið er að mínu mati búið að standa alltof lengi!



Segið endilega ykkar skoðun, mig langar að vita hver er skoðun fólks, segið endilega aldurinn með.
Trínan