Nú er ég á seinasta árinu mínu í menntaskóla, er á tungumálabraut, sem hentar mér ágætlega.
En ég hef verið að hugsa um það að á allri skólagöngu minni þá hef ég ekki lært mikið um trúarbrögð almennt, ef fráskilinn er nokkrir tímar í félagsfræði 101. Kanski er talað meira um þetta í öðrum félagsfræðiáföngum.
En ég man þegar ég var í kristinfræði í 5.bekk sirka. Þetta voru ágætis tímar þótt að manni fannst mjög hallærislegt að vera að læra kristinfræði. En þetta var fínt, sögustund og maður var alltaf að lita jesúkalla. Ísí písí.
En væri ekki sniðugra að kalla þetta trúarbragðafræði og læra um öll trúarbrögð í heiminum í stað þess að læra bara um kristni?
Aldrei hef ég vitað neitt sérstakt um Múhameðstrú nema það sem ég les í blöðum og heyri í fréttum og ég get ekki sagt að það sé mjög djúp innsýn í trúna, heldur aðeins fordómafull sýn utanfrá.
Ef að krökkum í 5.bekk væri strax kennt að öll þessi trúarbrögð ættu rétt á sér, þá held ég að við værum við strax betur af komin :)
HVað segið þið? Er kanski hætt að kenna kristinfræði í skólum?