Það fer svolítið eftir því hvers konar háskólanám þú ert að fara í.
Ef þú ert að fara í framhaldsnám (graduate nám, þ.e. á meistara- eða doktorsstigi), þá ættirðu að sækja um bæði <a href="
http://www.fulbright.is/efni.asp?f=33&p=0,32,33“>Fulbright styrkinn</a> og <a href=”
http://www.iceam.is/thorthors.htm“>Thor Thors styrkinn</a> hjá <a href=”
http://www.iceam.is“>Íslensk-ameríska félaginu</a>.
Þú sækir um Fulbright styrkinn einhvern tímann að hausti (október minnir mig) en Thor Thors styrkinn fyrir 1. apríl á því ári sem þú hyggst hefja nám.
Þess má líka geta að ef þú ert að fara í doktorsnám þá ættirðu að fá einhverja styrki frá skólanum og niðurfellingu skólagjalda. En það gildir sjaldnast ef þú ert bara á leiðinni meistaranám eða á leið í grunnnám.
Ef þú ert á leiðinni í grunnnám (undergraduate nám, þ.e. nám sem endar yfirleitt með B.A./A.B./B.S./S.B./B.Ed. gráðu), þá geturðu sótt um námsstyrk hjá bönkunum. Landsbankinn er með hæstu styrkina minnir mig, en þú getur líka skoðað Íslandsbanka og KB banka. Upplýsingar um styrkina þeirra er að finna á vefsíðum þeirra. Þessa styrki geturðu líka sótt um ef þú ert á leið í framhaldsnám úti.
Að lokum er <a href=”
http://www4.mmedia.is/geirth/framhaldsnam.htm“>hér síða</a> sem gæti gagnast þér í umsóknarferlinu. Hún byggir á minni eigin reynslu af þessu umsóknarstússi :)<br><br>___________________________________________________________________
<b>”Nec unum hoc scio, me nihil scire: Coniectio tamen nec me, nec alios."
Franciscus Sanchez (1551-1623)
- Aut tace aut loquere meliora silentio -</