Veit ekki hve háa meðaleinkunn þarf til að komast þar inn, enda er það mismunandi eftir árum. Þú ættir að eiga góða möguleika með 7,0 og vera öruggur með 8,0. Þegar þeir meta umsóknir skoða þeir íslensku-, stærðfræði-, og önnur tvö próf sem þú varst hæstur í og þau vega 50% á móti vetrareinkunninni í þeim fögum. Svo er stundvísieinkunnin notuð til að velja á milli jafnra nemenda.
Dæmi: Þú tekur öll 5 prófin, færð þessar einkunnir:
Íslenska - 7,0
Stærðfr. - 7,5
Enska - 8,5
Danska - 3,0 (FALL)
Náttúrufr. - 5,5
Samfélagsfr. - 9,0
Þá taka þeir meðaltalið af íslenskunni, stærðfræðinni, samfélagsfræðinni og enskunni, sem er nákvæmlega 8. Ef meðaltalið af vetrareinkunn þessara faga er 7 er inngangseinkunn þín í Versló 7,5. Ef einhver annar er með 7,5 líka kemst sá inn sem er með betri mætingareinkunn.