Jæja það líður að lokum grunnskólans fyrir fullt og allt!!!! Ég hef beðið eftir þessu í svona 4 ár, en samt finnst mér núna eins og grunnskólinn sé mér allt og ég vilji ekki skilja við hann þó ég þoli hann ekki! Ég hef verið í sama litla skólanum í 10 heil ár og þekki alla bekkjarfélaga mína mjög mikið! Reyndar hefur bekkurinn minn aldrei verið neitt rosalega náinn en við verðum nú samt nánari með degi hverjum sem líður. Aðeins eru eftir 2 samræmd próf og svo er skólinn búinn! BÚINN! Minn bekkur hefur verið að púla í allann vetur að safna fyrir Danmerkur-ferð sem við förum í næstkomandi miðvikudag (daginn eftir síðasta prófið) Það er hefðin í skólanum mínum, fara til Danmerkur! Það er víst svoleiðis í nokkuð mörgum skólum hér á landi. Mér finnst svolítið mikið skrítið að segja að þessi vetur í skólanum hefur verið langskemmtilegastur af öllum! Mér finnst eila bara leiðinlegt að segja bæ við skólann! Ég er sko ekki góður námsmaður og er aldrei með góðar einkannir þannig ég er ekki svona lærdómshestur. Ég bara vona að Danmerkur-ferðin verði sem best og ég vil óska öllum 10 bekkingum til hamingju við að hafa getið gengið í gegnum þessi 10 ár sem eru búin að vera OF lengi að líða! eða reyndar voru bara fyrstu 9 forever! 10 var mjög fljótur að líða!