Ég er í 9. bekk í Hlíðaskóla og það sem á eftir kemur finnst mér mjög pirrandi.
Það er að eins og í flestum unglingadeildum þurfum við að fara á milli stofa eftir hvern tíma og þegar við loksins komum á áfangastað ( því eftir að byggt var við skólann er hann algjört völundarhús!!!) þá er kannski ekki tíma. Við erum aldrei látin vita ef það er ekki tími, heldur þurfum vð að bíða í svona 10-15 mínútur ef enhver kennari er veikur og þá fer loksins einhver upp á skrifstofu ( og það tekur auðvitað 5 mínútur í viðbót vegna þessa voða vegalengda!!) og stundum vita skrifstofaugellurnar bara ekkert um neitt og geta ekki svarað neinu….en ef það er svo frí er það í mesta lagi í 20 mín. og þá erum vð búin að bíða með þungar töskurnar heillengi. Í staðinn fyrir að skrifstofan láti vita með smá miða á ganginum í byrjun dagsins þá fær hún 50 krakka á dag eða eikkað til að spyrja um veikindi kennara…..
Og míg langar að spyrja ykkur hvort þetta er svona líka í öðrum skólum eða hvor þar er meira skipulag…!!!