villmeyX: Ég held þú vitir bara ekkert um hvað þú ert að tala. Ég er í MK og þekki einnig mjög marga sem eru í þessum skóla. Eins og flestir vita eru notaðar fartölvur í þessum skóla. Tölvukerfið í þessum skóla er vægar sagt hræðilegt! Kellingin sem vinnur við þetta kann hvorki upp né niður á tölvur. Skólinn kýs að nota Novell sem stýrikerfi fyrir innra netið í skólanum, sem er ekki gáfulegt. Novell er drasl sem breytir stillingum í tölvunni þinni og snýr henni allri við og hægir á henni. En ég er eiginlega kominn út í soldið allt annað, en ef þið farið í MK þá skiljið þið þetta með tölvurnar og þetta getur pirrað ykkur mikið meira heldur en þið áttuð von á. Maður byrjar að kvarta fyrst þegar maður kemst að þessu, og kemst þá að því að skipulag í þessum skóla er ömurlegt. Próftaflan er aldrei komin nema rétt fyrir próf(ég tók eftir að próftaflan hjá FG var komin mjög snemma í vor). Svona 5-6 bestu vinir mínir eru allir að hætta í þessum skóla á næstu önn. En ég get trúað að þú sért nýbyrjaður/nýbyrjuð í MK villimeyX, en skólinn á eftir að verða erfiðari og kennslan leiðilegri. Ég mæli ekki með þessum skóla, því hann er hreint og beint bara ekki góður. Ég gæti haldið áfram lengi lengi að koma með rök fyrir því. Endilega spurðu ef þig langar að vita eitthvað. Hins vegar er djammað mjög mikið í þessum skóla, en bjórkvöldin eru ekki sniðug, mér er sagt að það sé leiðilegt á þeim og að alltaf sé troðfullt.<br><br><b>The Balrog</b>
<i>“…it was like a great shadow, in the middle of which was a dark form, of man shape maybe, yet greater.”</i>
Steinþó