Útvarpsstöð Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti er komin í loftið og verður hún starfrækt á tíðninni FM 8.90 til 16.mars næstkomandi. Skipulögð dagskrágerð verður frá kl.15:00 - 01:00 alla daga en annars er alltaf dúndrandi danstónlist í loftinu.
Útvarpsnefnd FB hefur unnið dag og nótt að undanförnu við að koma stöðinni í loftið og það hefur tekist með hjálp góðra fyrirtækja. Við viljum því hvetja þig til að vera ekkert að tvínóna við hlutina og hlusta á FM 89,0.
Á stöðinni má finna alla gerð af tónlist en hlustendur munu verða varir við ákveðið Queen þema enda er árshátíðarsýning skólans í ár einmitt tileinkuð þessari sögufrægu hljómsveit.