Það vill svo til að ég veit svolítið um þetta.
Eina ræðukeppnin sem er á döfinni í vetur fyrir grunnskólana er Ræðukeppni Breiðholts. Miðberg stendur fyrir þessari keppni eins og í fyrra og í henni taka þátt grunskólarnir fimm í Breiðholti. Þetta er sjáfstætt framtak hjá Miðbergi sem er sprottið af óánægju Breiðhyltinga með þá ákvörðun ÍTR að fella niður MORGRON (Mælsku- og rökræðukeppni grunnskóla í Reykjavík og nágrenni) og taka upp spurningakeppni í staðinn.
Nú þegar hafa fjórir af fimm skólum í Breiðholti skráð sig til þáttöku og reiknað er með að fyrsta umferð fari fram í lok janúar. Það er ekki komið í ljós hvernig liðin eru skipuð en það æti að skýrast fljótlega í janúar. Seljaskóli sigraði keppnina í fyrra en öll liðin eru heilmikið breytt frá því í fyrra og því erfitt að spá fyrir um það hver er sigurstranglegastur í ár.
obsidian <br><br>
<b>obsidian</b>
<a href=“mailto:johanne@ismennt.is”>johanne@ismennt.is</a>
<a href="
http://garak.blogspot.com">garak.blogspot.com</a