Núna eru sæmræmdu prófin loksins búin, ég var að koma heim núna og áhvað að skrifa um þetta. Mér gekk alveg ágætlega í stærðfræði og líka mjög vel í íslensku.

Það kom mér á óvart hvað þetta var létt, ég hélt að þetta yrði eitthvað ógeðslega erfitt en það var alls ekki erfitt. Það voru nokkur dæmi í stærðfræði prófinu sem ég var ekki viss um en ég gískaði bara, það er þó betra en að svara ekki. Svo í íslensku prófinu voru nokkur orð sem ég skildi ekki í orðaskylningnum og það var dramblátur en ég gískaði á að það væri frekur. Svo var einhver önnur orð sem ég gískaði líka á en man ekki hvaða orð það voru. Í íslensku prófinu á maður að gera svona sögu og hún átti að vera um að maður sé týndur í óbyggðum eða eitthvað þannig. Ég skrifaði um þrjá vini sem fóru upp á fjall og það kom vont veður og eitthvað bull og ég held að ég fái ekki mikið fyrir söguna.

En núna hlakka ég bara til að fá að sjá einkunirnar mínarog ég vona að ég fái yfir 8.0 í meðaleinkunn en það er svona markmiðið mitt. Til að halda upp á að samræmdu prófin séu búin þá verður pitsa heima hjá mér í kvöld og á mánudaginn í skólanum má koma með gos og snakk og kennarinn ætlar að leigja videospólu og við munum horfa á hana til að halda upp á að samræmdu prófin séu búin.

Kveðja Birki