Það gerðist fyrir mig í morgun, þriðjudaginn 14 oct að ég á að flytja 10 minútna firirlestur í Líffræði eins og allir í 10 bekk í hagaskóla gera.
Ég valdi mér að skrifa um Piranha fiska.
Svo gerist það að á föstudaginn átti að vera próf en hún var veik.
Ég mætti í morgun, allveg tilbúinn, með 7 bls. ritgerð og power point glósur til að sína með (ég var búinn að segja henni að ég myndi vera með þær) Svo í morgun sé ég að laptoppinn hennar var ekki á borðinu hennar og ekki heldur myndvarpinn, svo ég spyr hana hvort ég eigi örugglega ekki að vera með fyrirlesturinn í dag?
Hún svaraði neitandi og sagði að það yrði próf núna því hún hafði ekki verið síðast!
Ég varð vitaskuld mjög reiður, og spurði hana hvort ég ætti frekar að lækka í einkun fyrir að vera með illa undirbúinn fyrirlestur óg ganga vel á prófinu eða vera með mjög góðan fyrirlestur og fá núll á prófinu? átti ég semsagt að giska hvort yrði. Hún svaraði aftur að það hafi ekki verið próf síðast svo það er próf núna!
Ég segi henni, í mjög fúlu skapi að þá mæti ég bara ekkert í prófið!
Ég fór upp til aðstoðarskólastjórans til að kvarta undan því að ég hafi ekki verið látinn vita af því að þá átti að fresta fyrirlestrinum og prófið yrði tekið í dag, í þann mund kemur líffræðikennarinn inn til hennar og er að leita að ræðupúlinum og sér mig þarna og segir að þetta hafi verið pínu grín!
Ég tók þetta mjög nærri mér
í fyrsta lagi: ég sagði henni að ég myndi ekki mæta í prófið sem ég hélt að það ætti að vera og hefði þar af leiðandi fengið skróp fyrir tímann!
Í öðru:Ég stóð þarna fyrir framan hana og var mjög reiður á svip og hún gat þá ekki sagt mér að hún væri að grínast!
í þriðja: afsakið stafsetninguna, ég er að flíta mér í tíma!
