Hm.. ég er framhaldsskólanemi, að byrja á öðru ári núna í næstu viku. Í grunnskóla varð ég mikið vör við einelti, þótt ég hefði sjálf aldrei tekið þátt í því sem þolandi né sem gerandi! Það versta var að mínu mati að eineltið fékk langan tíma til að grassera, þá meina ég alveg 6 ár, gegn einum strák, sem að á endanum flutti úr bænum! Og það eina sem skólayfirvöld gerðu voru að fá skólasálfræðing til að tala við bekkinn, og bekkurinn fékk algjörlega að ráða ferðinni!
Ég meina, sjöundubekkingar eru ekki nógu þroskaðir til að stjórna meðferð á einelti, þannig að þessi tiltekna meðferð gerði okkur ekkert gagn! Og ég hef orðið vitni af fleiri svona tilvikum í sama skóla, þó svo að ég nefni engin nöfn, þar sem lítið sem ekkert er gert í málinu!
Núna er þó verið að gera ýmislegt í þessum málum, tilkoma nýs myndbands um einelti sem að öllum líkindum verður farið með í herferð í skólum (vona ég) og allir kvattir til meiri umhugsunar, alveg eins og gert var með kynsjúkdóma, áfengi, tóbak og vímuefni við mína kynslóð! Vona bara að þetta muni hafa einhver áhrif!
… fyrirgefðu bullið..! :þ<br><br>
<b>Þú ert einfætt vindmylla! Ég skal og þinni hirð segja!!</b>
<b>Egill Páll skrifaði:</b><br><hr><i>Ég get gengið á vatninu líkt og Kristur
enda var fjörðurinn frystur
samt trúið þið blint
segist vera dauðanum hlynt
en óttist samt hver endalokin semur.
Efinn upp um ykkur kemur!</i><br><hr>
<font color=“Maroon”><b>Mig</b></font> dreymdi að <font color=“maroon”><b>ég</b></font> væri inní tölvuleik með öllum vinum <b><font color=“Maroon”>mínum</b></font> og allir hefðu sinn hæfileika og <font color=“maroon”><b>minn</b></font> var að <b><font color=“maroon”>ég</b></font> gat breytt <b><font color=“maroon”>mér</font></b> í sexhyrnda súlu…
<b>I have a <a href="
http://www.livejournal.com/users/helgalitlar">livejournal!</a></