Fann ekki síðuna með glósunum, en.. hér..
1-1 Saga erfðafræðinnar (bls 8-16)
· Erfðafræði er fræðigrein sem fjallar um erfðir þ.e. hvernig eiginleikar, bæði sýnilegir og ósýnilegir berast frá lífveru til afkvæma hennar.
· Allar lífverur hafa ákveðnar sameindir (DNA) sem geyma upplýsingar um gerð og starfsemi lífverunnar og þær geta flutt þessar sameindir til afkvæma.
· Litningar (krómósóm) eru þráðlaga frumulíffæri sem geyma genin.
· Gen eru erfðavísar (arfberar), starfseiningar litninga, sú eining DNA sem ákvarðar gerð eins prótíns.
· Hver einstaklingur hefur tvö gen fyrir hvern eiginleika. Ef annar genið er sterkari en hitt er það kallað ríkjandi. Eiginleikinn sem virðist hverfa í afkomendum er víkjandi. Ríkjandi er táknað með hástöfum og víkjandi með lástöfum.
· Þeir einstaklingar sem hafa SS eða ss eru kallaðir arfhreinir (kynhreinir) og Ss arfblendir (kynblendingar).
Lögmálið um aðskiljað samstæða litninga.
· Mendel sýndi fram á að hvort foreldri arfleiddi aðeins annan þáttinn til afkvæma.
· Afkvæmin hafa því eitt gen eða genasamsætu frá hvoru foreldri.
Lögmálið um óháða samröðun.
· Hvert genapar erfist óháð öllum öðrum nema ef þau eru á sama litning.
Reitatöflur
· notaðar til að sýna mögulegar útkomur úr kynblöndun
· ofan við boxin eru sýnd gen í kynfrumum annars foreldris og til hliðar við boxin eru sýnd gen í kynfrumum hins
Svipgerð: sjáanleg einkenni sem ákvarðast af arfgerð og umhverfi
Arfgerð: hvaða gen lífvera hefur í frumum sínum
1-2 Merkar uppgötvanir á 20.öld (bls 17-23)
Ófullkomið ríki
· Carl Correns komst að því sum genapör eru jafnríkjandi
· þá eru genin í genapari hvorki ríkjandi né víkjandi
· dæmi: ef rauð undrablóm (RR) æxlast vð hvít (HH) fást bleik undrablóm (RH) í F1 kynslóð því hvorki R né H ríkir yfir hinu.
Litningakenningin
· Walter Sutton setti fram litningakenninguna
· litningar bera erfðaþætti frá einni kynslóð til annarrar
Stökkbreytingar
· Hugo de Vries uppgötvaði að stundum verða skyndilegar breytingar á eiginleikum lífveru - kallað stökkbreytingar
· skyndilegar breytingar ´einstökum genum eða heilum litningum
· í líkamsfrumu hefur hún bara áhrif á lífveruna sem hefur frumuna
· í kynfrumu getur hún valdið breytingum á eignleikum næstu kynslóðar
· geta orðið af tilviljun eða af umhverfisáhrifum s.s. geislun eða eiturefnum
· flestar eru skaðlegar, sumar banvænar, aðrar hlutlausar og enn aðrar gagnlegar
Kynákvörðun
· Thomas Hunt Morgan gerði erfðafræðirannsóknir á bananaflugum
· bananaflugur er auðvelt að rækta, fjölga sér hratt og eru með fáa litninga sem auðvelt er að rannsaka
· við rannsóknir á bananaflugum kom í ljós að öll litningapörin voru eins að lögun í kvenflugum en litningar eins pars voru ólíkir í karlflugum
· þessir litningar eru kallaðir kynlitningar og ákvarða kyn: XX er kvenkyn og XY er karlkyn
Erfðatækni
· aðferð þar sem gen eða DNA bútar frá einni lífveru eru fjarlægðir eða fluttir í aðra, útkoman verður erfðabreytt lífvera
· splæst DNA er DNA sem hefur verið búið til á tilraunastofu með því að splæsa saman gen úr einni lífveru við erfðaefni annarrar
2-1 Erfðir manna (bls 30-37)
· menn hafa 46 litninga í 23 litningapörum
· fjölgena erfðir: eiginleiki sem ræðst af samspili gena úr fleiri en einu genapari, t.d. húðlitur manna
· margfaldar genasamsætur: þá koma fleiri en tvær gerðir af geni til greina í tilteknu genasæti, t.d. ABO blóðflokkar
· arfgengir sjúkdómar: erfðasjúkdómur er sjúkdómur sem stafar af erfðagalla sem berst frá foreldrum til afkvæmis. T.d. marblæði og sigðkornablóðleysi.
· kyntengdar erfðir: þegar eiginleiki berst frá foreldri til afkvæmis með kynlitningi. Gen á X litningi hafa áhrif á eiginleika hjá körlum hvort sem genin eru víkjandi eða ríkjandi. Slík gen eru kölluð kyntengd gen. T.d. rauðgræn litblinda og dreyrasýki.
· óaðskylnaður samstæðra litninga: þegar litningapör sem eigað að skiljast að í rýriskiptingu skiljast ekki að og þá verður til einstaklingur með fleiri eða færri litninga en eðlilegt er. T.d. downsheilkenni.
· eineggja tvíburar eru erfðafræðilega eins því að þeir verða til úr sömu okfrumu.
· tvíeggja tvíburar verða til úr tveim okfrumum og eru því ekki líkari en önnur systkini.
3-1 Þróun (bls.48-55)
· Þróun er breyting á lífverutegund í tímans rás, þessi skilgreining nær yfir breytingar á tegund og líka myndun nýrra tegunda
· erfðaefni lífvera er líkara eftir því sem þær eru skyldari
· Stökkbreytingar leiða til myndunar nýrra eða breyttra lífvera
Þróunarkenning Lamarck
· byggðist á líkamsbyggingu lífvera þ.e.líffærafræði
· Tvær grundvallarhugmyndir :
1. hugmyndin um notkun og vannotkun : líkamshluti lífveru verður stærri og þroskaðri eftir því sem hún notar hann meira,
því minna sem líkamshluti er notaður því veikari og vanþroskaðri verður hann.
2. hugmyndin um erfðir áunninna eiginleika: gerir ráð fyrir að líkamseinkenni sem lífvera þroskar með notkun og vannotkun
geti erfst til afkvæma hennar
· Sumt í kenningu hans stenst annað ekki
· Stenst: lífverur hafa aðlagast umhverfi sínu og breyst vegna þess með tímanum
· Stenst ekki: það að áunnir eiginleikar erfist
· Líkamshlutar skyldra tegunda sem eru líkir eru kallaðir eðlislíkir
Fósturfræðilegar vísbendingar um þróun
· Sameiginleg einkenni fósturvísa ólíkra dýra á fyrstu stigum þroskans benda til að þessar lífverur eigi sér sameiginlegan forföður. Seinna á þroskaferlinum fara önnur gen, sem ekki eru sameiginleg að stjórna þroskanum og því verða dýrin ólík
Vísbendingar um þróun í steingerfingum
· Steingervingar eru för eða leifar lífveru sem var uppi fyrr á öldum.
· Finnast í setbergi sem myndast við hæga storknun laga af eðju, sandi eða leir.
· Ef lífvera rotnar á endanum eftir að setlögin hafa breyst í berg skilur hún eftir sig far í berginu, þetta mót getur fyllst af steinefnum – kallað afsteypa.
· Ef steinefni koma smám saman í stað mjúkra vefja lífverunnar er hún sögð vera steinrunnin.
· Heilu lifverurnar geta líka varðveist í rafi, tjöru eða ís.
· Algengustu steingervingarnir eru bein, skeljar, frjókorn, laufblöð og fræ.
3-2 Náttúruval (bls.56-60)
Þróunarkenning Darwins
· eftir gagnasöfnun á ferð sinni með skipinu Beagle um Suður-Ameríku, komst hann að því að lífverur eru aðlagaðar til að lifa í sínu tiltekna umhverfi
· Wallace hafði komist að svipuðum niðurstöðum eftir rannsóknir sínar í Malasíu
· 1858 gáfu þeir Darwin og Wallace saman úr greinar um þróunarkenningu
· í “Uppruni tegundanna” (gefin út 1859) útfærði Darwin kenninguna og kynnti hugtakið náttúruval
· náttúruval er ferli sem einkennist af því að þeir einstaklingar sem eru best aðlagaðir umhverfi sínu og eiga flest afkvæmi veljast úr og móta stofninn meira en aðrir
· offjölgun leiðir oftast til samkeppni milli einstaklinga sömu tegundar. Samkeppnin leiðir til þess að þeir sem best eru aðlagaðir umhverfinu lifa af og geta fjölgað sér - kallað: framgangur hinna hæfustu
· breytileiki meðal einstaklinga sömu tegundar er forsenda þess að náttúruval geti með tímanum leitt til myndunar nýrra tegunda
· skoða dæmi um áhrif náttúruvals hjá piparfeturum bls. 59-60
3-3 Far og einangrun (bls.60-61)
· far er flutningur einstaklinga innan tegundar langt frá upprunalegum heimkynnum sínum svo sem milli heimsálfa
· einangrun er viðskilnaður sumra einstaklinga tegundar frá öðrum sem tilheyra sömu tegund, í langan tíma
4-1 Leitin að forfeðrum manna. (bls.72-75)
· Steingervingar, beinaleifar og ummerki um búsvæði eru mikilvæg þegar verið er að rannsaka uppruna og þróun mannsins. Og alltaf kemur nýtt í leitirnar sem leiðir til að menn verða að endurskoða hugmyndir sínar.
Prímatar
· Prímatar (fremdardýr) eru ættbálkur spendýra
· skiptast í 2 megingerðir:
Æðri prímata - menn, mannapa og apaketti
Hálfapa: - lemúra, vofupapa, lórur og potta
· Sameiginleg einkenni prímata:
- hafa griptækan þumal þ.e. þumall getur gripið á móti hinum fingrunum
- fimm fingur og fimm tær
- geta staðið á afturfótum
- þrívíddarsjón
· Æðri eru yfirleitt stærri en hálfapar og heili þeirra er hlutfallslega stærri og flóknari en heili hálfapa.
· Þótt menn teljist til prímata hafa þeir nokkur sérkenni sem enginn annar prímati hefur:
- Ganga eingöngu uppréttir: mögulegt vegna ristarboga og breiðari mjaðmabeina
- Hendur frjálsar sem gerir þeim kleift að nota verkfæri
- Smærri tennur sem eru ekki eins oddhvassar og tennur annarra prímata. Munnur og kjálkar manna eru því minni og ekki
eins útstæðir
- Hæfni til að mynda flókin kerfi til munnlegra og skriflegra samskipta
4-2 Fyrstu mannverurnar (bls.75-79)
· Sameiginleg einkenni, erfðafræði og steingervingar styðja þá kenningu að menn og apar hafi þróast frá sameiginlegum forföður
· Ekki er vitað hver þessi sameiginlegi forfaðir var – kallaður týndi hlekkurinn
Hugsanlegir forfeður manna:
· Talið að fyrstu menn séu komnir af prímatategund sem kallast sunnapar (Australopithecus)
· Elstu steingervingar sunnapa eru u.þ.b. 4,4 milljóna ára gamlir og hafa allir fundist í austur- og suðurhluta Afríku. Þeir gengu uppréttir og höfðu heila á stærð við einn þriðja af heila nútímamanns.
· Tvær tegundir sunnapa: A. afarensis og A. africanus
· Sameindaklukka er mælikvarði á hraða prótínbreytinga. Hægt er að bera saman röð amínósýra sem mynda prótín hjá tveim skyldum lífverum og athuga hvað er ólíkt og reikna út hvað langur tími sé síðan tegundirnar greindust að.
Hæfimaður (Homo habilis)
· Fyrsta tegundin sem tilheyrði okkar ættkvísl (Homo)
· Hann var uppi fyrir 2,4-1,5 milljónum ára
· Líkamsbygging var lík og hjá suðuröpum en tennur smærri og heili aðeins stærri.
· Var mjög verklaginn og smíðaði verkfæri
· Sumir vísindamenn telja að hann hafi þróast frá A.africanus.
Reismaður (Homo erectus)
· Var uppi fyrir 1,5-0,6 milljónum ára
· Bjó í hópum, notaði eld (sem kviknaði vegna eldinga), góður verkfærasmiður, hafði gildari bein en nútímamaður, heili stærri en hjá hæfimanni en mun minni en hjá okkur
· Talinn hafa þróast frá hæfimanni
4-3 Hinir vitibornu menn (bls.80-83)
· Homo sapiens kom fram fyrir u.þ.b 300 þús. árum
· Neanderdalsmenn: lávaxnir, stórbeinóttir, notuðu eld, bjuggu til verkfæri, stunduðu veiðar, bjuggu í fjölskylduhópum í hellum og jörðuðu látna ættingja við helgiathöfn. Voru uppi fyrir u.þb 300 þús. árum til 30 þús. árum.
· Krómagnonmenn: veiðimenn og safnarar, unnu saman við að búa til verkfæri, skýli og stunda veiðar. Áttu líklega talmál og eru frægir fyrir hellamálverk. Komu fram fyrir u.þ.b. 120 þús. árum
· Margir vísindamenn telja að neanderdalsmenn hafi orðið undir í samkeppni við krómagnonmenn en sumir telja að þeir hafi æxlast saman og blandast
<br><br><b>Hughes Mearns :</b>
<i>As I was going up the stair
I met a man who wasn't there.
He wasn't there again today
I wish, I wish he'd go away.</i