Lélegt af skólunum og menntamálaráði.
Samræmd próf eru bara fáranleg í alla staði. Þau áttu að vera til að sjá hvar nemendur í 10. bekk væru staddir miða við aðra 10. bekki á landinu en núna er þetta próf sem ákvarða alla framtíð unglinganna, ef þeir ná ekki prófunum komast þeir ekki í framhaldsskóla og þá geta þeir ekkert gert í framtíðinni nema að vinna á kassa í Hagkaup. Allann 10. bekk lærir maður ekki neitt vegna þess að kennararnir eru alltaf að rifja upp fyrir samræmdpróf. Það er vond meðferð á heilu skólaári. Og stór hluti af þessu er páfagauks lærdómur sem fer inni í eitt eyrað fyrir próf og út um hitt eftir próf og það sem eftir er af ævimanns man maður ekkert sem maður lærði í 10. bekk. Svo eru þessi próf full að villum, ég er í samræmdumprófum núna og það hafa komið villur í 4 af 5 prófum hingað til og í fyrra var vitlaust farið yfir dönskuprófið þannig að sumir hækkuðu um 0.5 og aðrir lækkuðu. Það er náttúrulega gott fyrir þá sem hækkuðu en svona villur eiga ekki að koma upp og sérstaklega ekki þegar er búið að birta einkunnir. Mitt álit er að þessi próf eru algjört rugl sem þarf að laga.