Það eru nú kostir og gallar við þetta allt. Það er alveg rétt
að bekkjarkerfið heldur utan um allt og því má gera ráð fyrir
að bekkjarpartýin séu e.t.v. fleiri. En það þarf nú samt ekki
að vera.
Það eru ekkert sérlega miklar líkur á því að lenda í bekk
einungis með skemmtilegu fólki. Ég veit allavega fyrir víst
að öll mín ár í grunnskóla lenti ég alltaf með einhverju
drepleiðinlegu liði. Núna er ég í MH í áfangakerfi þar sem ég
neyðist ekkert til að hanga með neinu leðinlegu fólki.
Í MH er mjög létt að koma sér í félagslíf ef þú ert í einhverju
af félögunum þarna. Kórinn tekur t.d. 80 manns og ófá eru nú
kórpartýin.
Annars er ég ekki í neinu af þessu og hef bara kynnst mjög
skemmtilegu fólki.
Bekkjarkerfið er kannski þægilegra til að byrja með, þegar
maður er að koma sér að, en það á engu að breyta varðandi
félagslíf hvort þú takir það eða áfangakerfi þegar til lengri
tíma er litið.<br><br><b><a href="
http://www.heilabu.com">Heilabúið</a></