Okey, þú ert reyndar í 8.bekk mér finnst það skipta slatti miklu máli. Ég meina þú gætir farið bara í algjört rugl og fallið og komist ekki inn neins staðar. NEI.
1. Nei, en þú þarft nottulega að ákveða hvort þú ert að koma í skólann til að stunda geðveikt mikið félagslíf og LÆRA
2. eða þá að læra geðveikt mikið og stunda svo bara rétt svo böllin.
1. Þú þarft líka að pæla í því hvort þú vilt eignast geðveikt GÓÐA vini, og fullt að svona fólki sem þú þekkir
2. eða hvort þú vilt bara þekkja fólk og bjóða þig svo fram í stjórn skólans til þess að lenda með fólki sem verða þvílíkt góðir vinir þínir. ( Líka ef vinir þínir fara í skólann gætiru verið soldið mikið með þeim )
Ástæðan fyrir að ég merkti þetta svona, er sú að ef þú ferð í bekkjarkerfi, þá ertu LÍKLEGRI ( ég ekki að staðhæfa neitt ) til að eignast fleiri góða vini í bekknum þínum og þú átt mjög líklega eftir að stunda félagslífið harðar en námið.
Svo er það varðandi skólanna það er nottulega einn skóli þekktur fyrir að hafa gott félagslíf og hann heitir Menntaskólinn við Sund, já hann fær stundum inná milli slæmt orðspor fyrir að vera með fyllibyttur í skólanum eins og gerðist núna, en þetta eru bara í hámarki 2% af skólanum, það er geðveikt gott fólk í MS. Og þú verður að stunda þar mjög gott félagslíf og það eru engar lopapeysur þar, MSingar hafa bara GEÐVEIKAN einkahúmór sem þú munt kynnast fljótt ef þú kemur í MS.
Enn hey, það er ennþá soldið í þangað til að þú þarft að velja.