Ég hef mikið orðið var við það að starfsmenn skóla séu að sýna manni óvirðingu á einhvern hátt.
EF við tökum sem dæmi, ég ætlaði að fá að tala við einhvern kennara, fór upp á skrifstofu og bað um að fá að tala við tölvukennarann útaf verkefni sem ég komst ekki í vegna veikinda.
Ritarinn sagði mér að bíða aðeins, og sagðist ætla að reyna ná í hann , síðann hringir síminn hjá henni, og þetta er einhver vinur hennar svo að ég fer bara, ég ætla ekki að sætta mig við þetta.
Síðan eru gangaverðir skólans soldið pirrandi, þetta eru flest allt innflytjendur og kunna littla Íslensku og það getur verið mjög pirrandi að tala við þá. Íslendingar bara vilja sum störf ekki, sem útlendingar eru margir hæstánægðir með.
Síðan er ýmislegt fleira sem ég gæti nöldrað um. En gerist þetta í ykkar eða öðrum skólum ?
Mér þætti gaman að sjá ykkar viðhorf við þessu. Sjálfur er ég í 10 bekk, grunnskóla. Commentið og látið flakka (svo fremi að þetta sé raunverulegt)<br><br>Hlynzi