Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Ég vissi ekki að japanska væri lík ensku. Ættu þá ekki japanirnir að vera betri í henni? :)
Annars finnst mér að það mætti vera val milli dönsku, norsku og sænsku. Eins og er núna mega bara þeir velja norsku og sænsku sem hafa búið þar eða hafa önnur tengsl við þessi lönd. Ég hef verið smá í öllum þessum löndum og danskan er erfiðust fyrir okkur vegna framburðarins. Mér fannst sænskan auðveldust að skilja en það var auðveldast að tala við norðmenn vegna þess að þeir hafa svo margar mállýskur að þeir skilja allt, sama hvað maður talar bjagað.