Finnst ykkur leiðinlegt í skólanum? Persónulega finnst mér bara frekar gaman, mæta og hitta alla krakkana, þó svo að maður þurfi auðvitað að vera að læra þá er það bara stundum gaman!! a.m.k. í sumum fögum. Og svo koma frímínútur og það er spjallað saman (en við tölum aldrei í tíma, það bara kemur ekki fyrir!!) ;)
Ef við værum ekki í skóla þá ættum við ekki alla þessu vini, og þá hefðum við ekkert að gera allan daginn.
Ég meina auðvitað er oft leiðinlegt en það getur verið gaman inná milli. Það sem ég þoli ekki er að vakna!:(