Jólapróf í janúar!
JÆja, nú byrjar skólinn eftir 4 daga. Ef ég á að segja eins og er þá er ég svolítið stressuð og langar eiginlega ekkert svo að fara aftur í skólann, allavega ekki strax. Það eru nefninlega þessi próf. Í mínum skóla eru “jólaprófin”, ef svo má kalla þau, nefninlega í janúar. Íslensku-kennarinn minn sagði við okkur áður en við fórum í jólafríið að vera ekkert að stressa okkur eða neitt svoleiðis og alls ekki læra í jólafríinu. En svo sagði náttúrufræði-kennarinn við okkur að við þyrftum að vera dugleg í jólafríinu og það væri ágætt ef við myndum lesa náttúrufræðibókina í jólafríinu(við erum með Einkenni Lífvera), no way!!! En þar sem að við vorum ekki búin með síðasta kaflann reyndi ég eitthvað að kíkja á þetta en bara hafði ekki löngun til þess. En auðvitað ætla ég að reyna að standa mig sem best í prófunum. En það er eitt gott við þetta allt saman…. Skólinn byrjar núna 6. en ekki 4.janúar :)