Þú verður að skipuleggja þig. Fyrst verðuru að finna út hvaða próf skipta mestu máli, og leggja áherslu á að læra fyrir þau, ef þau gilda öll jafn mikið, þá læra helst fyrir þau próf sem þú kannt minnst í.
Svo er þetta almenna, að sofa nóg og reglulega, borða nóg og reglulega, og síðast en ekki síst að taka þér smá frí á hverjum degi til að sinna sjálfum þér, ekki bókunum. Heilinn lærir nefnilega þó svo að þú sért ekki að lesa, það er ef þú hefur lesið helling af efni, þá verðuru að taka smá hlé og leyfa heilanum að melta efnið.
Gangi þér svo vel.
habe.