Ætla aðeins að svara þessum sem finnst hitt og þetta tilgangslaus fög.
Íslenska, mér finnst pirrandi og ljótt þegar Íslendingar tala vitlaust mál, og að sjá eitthvað skrifað þar sem allt er morandi í stafsetningarvillum, því finnst mér bara frekar mikilvægt að kennt sé íslenska í skólum, og ástæðan fyrir því að það er hamrað á þessu vetur eftir vetur er til þess að þetta festist í ykkur, og við getum talað rétt mál í framtíðinni og stafsett orð rétt o.s.frv.
Danska, það er kannski leiðinlegt að læra dönsku, en ef við værum ekki að læra dönsku værum við bara að læra eitthvað annað Norðurlandamál, því Ísland er hluti af Norðurlöndum, og til að auðvelda samskipti og ef við viljum ferðast eitthvað í framtíðinni til Norðurlandanna, er bara alveg ágætt að læra eitthvað Norðulandamál. Þá getið þið sagt að þið gætuð aldrei hugsað ykkur að fara til neins Norðurlands, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Og kannski eigið þið eftir að þurfa að leita heimilda fyrir eitthvað verkefni, og getið þá leitað af heimildum líka á einhverju Norðurlandamáli, ekki bara ensku eða íslensku.
Myndmennt, það er ekki hræðilega tilgangslaust fag, það mætti samt alveg vera notað meira til að efla sköpunargleði hjá krökkum, því oftast er hún bæld niður og allir eiga að gera það sama.
Og svo saumar og smíði og allt þetta, það er einhver tilgangur í öllu sem við lærum, og þau þið ætlið ekki að verða smiðir eða saumakonur, eða finnst bara að stelpur ættu að læra sauma, þá eykur þetta bara hæfni okkar og virkir okkur og víkkar sjóndeildarhringinn hjá okkur.
Stærðfræði, ég get nú ekki varið hana það auðveldlega, þar sem mér finnst margt í henni gjörsamlega tilgangslaust, en einhverjir verða að kunna þetta til að vera verkfræðingar og svo framvegis, og ég veit ekkert hvað ég ætla að vinna við í framtíðinni, þannig að kannski er bara gott að ég kunni þetta.
Takk fyrir og virðið skoðanir mínar, og segið mér endilega skoðanir ykkar.