Mér finnst merkilegt hvað grunnskólar þurfa alltaf að gera námið leiðinlegt með því að vera af kenna eitthvað tilgangslaust og leiðinlegt. Til dæmis sumt í Íslensku “ég er vissum að í framtíðinni að ég þurfi að geta fundið út föll nafnorða” það er kannski í lagi að læra þetta en að vera hamra á þessu vetur eftir vetur. Og í skólasundi maður byrjar í því í 2. bekk og uppí
10. bekk, það er gott að læra að synda en ef maður þarf að bjarga sér upp úr einhverju vatni eða sjó þarf maður þá að nota höfrungasund, baksund, skólabaksund, kafsund, skriðsund og svo lengi mætti lengi telja, það er nóg að nota bringusund.
Svo er til dæmis myndmennt það er hræðilega tigangslaust fag afhverju er það ekki haft sem valfag.
Kennarar geta verið alveg kostulegir þeir mæta 5-10 mínútum of seint og gefa svo krakka sem mætir svipað seint punt í kladdan.
(Puntakerfi er ákveðið refsikerfi í skólanum mínum.)
Auðvitað verður að vera einhver agi en kennarar verða að sína gott fordæmi.
Talandi um fordæmi ég verð að koma þessu að ég hafði einu sinni kennarar sem kallaði nemendurna aula og oft þegar karkkar voru ekki búnir að læra heima sagði hún oft eru foreldrarnir þínir alkaholistar og er eitthvað að heima hjá þér.
P.s. vinsamlega virðið skoðarnir mínar.