Ja sem 5 barna móðir þá verð ég aðeins að kommenta þetta.
Þú býrð heima hjá foreldrum sem er gott mál en….
1. hvað ertu með í laun á mánuði ?
2. hversu mikið hjálpar þú til á heimilinu ?
3. hvað leggur þú til heimilisins ?
Laun foreldranna koma þessu máli ekki við.
Ef þú ert með þokkaleg laun og ert að eyða því öllu í skyndibitafæði og djamm þá skil ég að foreldrarnir vilji að þú borgir heim.
Ef þú nennir ekkert að hjálpa til með heimilið þá skil ég að þau krefji þig um þinn hluta í peningum því að það kostar sitt að halda heimili og einnig þá er mikil vinna á bak við það.
Ef þú leggur ekkert til nema vandræði rifrildi og leiðindi þá skil ég líka að þau vilji vekja þig til umhugsunar á hvað þú sért að gera og geri það þá á þennan hátt.
Mínir synir hafa ekki þurft að borga heim á meðan þeir eru í skóla en þeir hafa líka ákveðnar skyldur á heimilinu, meðal annars að aðstoða við yngri börnin og tiltektir.
Ef þú ert óánægð/ur þá er bara að reyna að tala við foreldrana og reyna að finna lausn sem allir geti unað við.
En ekki gera lítið úr kostnaðinum við að halda heimili því að það kostar sko sitt þegar allt er tekið saman (húsaleiga/afborganir af eigin húsnæði, tryggingar, rafmagn, hiti, sápur/hreinlætisvörur, og svo fæðið sem er kannski stærsti kostnaðurinn við þetta.)
Ég hef heyrt um foreldra sem taka allan pening sem barnið fær og skammta svo eftir þörfum til að það verði ekki eytt í vitleysu.