Þetta var nú aldeilis vel heppnað gærkvöld. Fyrirpartýið vel skipulagt, þó að ég þekkti nánst engann þegar ég kom, var mér samt tekið opnum örmum.
Allir að spjalla, drekka og reykja oní hvorn annan, og allir í rosastuði. Svo var einhver DJ þarna, DJ Parnoia held ég, sem hélt nokkrum á dansgólfinu. Svo voru ljósmyndarar á svæðinu að taka myndir af öllu pakkinu. Nemendaráðið sat útí horni í leðursófa og fíneríi. Ég fékk að sitja hjá þeim og spjallaði aðeins við þau. Svo flutti ég mig til vina minn þegar þeir mættu.
Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við miklu þegar ég stóð í biðröðinni fyrir utan Astró. Vinkona mín sagði mér að þetta væri pínulítill staður og maður þyrfti bókstaflega að ganga meðfram veggjum þarna inni. En svo var ekki. Staðurinn er á tveim hæðum.
Menn í Svörtu spiluðu á neðri hæðinni og var það bara rosa stuð. Ég fór bara einusinni upp, og það var til að pissa :P. Menn í Svörtu spiluðu til kl. 01:00 , en voru klappaðir uppá sviðið aftur og tóku þeir þá tvö aukalög. Engin slagsmál urðu og allir voru að dansa og rosa stuð. Enda varla hægt að setjast niður, því það er frekar þröngt niðri. Dyraverðirnir stóðu fyrir sínu og voru bara að dilla sér með okkur hinum. Allir voru komnir út af staðnum um kl. 01:30. Þetta var bara eitt besta ball sem ég hef farið á.
Nemendaráðið stóð sig vel í þessu öllu saman. Ég vildi bara þakka þeim fyrir, og öllum sem stóð á bak við þetta.
Kv. Magnús