Ég var núna í busaferðinni minni, sem var nottla bara argasta snilld. Við fórum í óvssuferð sem leiddi okkur fyrst í heiðmörk að gróðursetja tré, sem er hefð í MH. Rútubílstjórinn okkar var gaurinn á Omega, þessi falski með gítarinn. Bara skondið. Svo keyrðum við sem leið lá upp í Lísuhóla og þar gistum við í mjög þröngu félagsheimili (að minnsta kosti fyrir 200 mans)
Það var mjög gaman í ferðinni, við spiluðum og sungum og spiluum meira og fleira. Það var gaman, en fingur mínir eru frekar bólgnir af gítarspili og röddun veik. En eins og margir vita er skólasöngur MH Gleði gleði, sem er skondið af því að hann er kristinn en samkvæmt könnun á huga.is trúa aðeins 56% á Guð.
Hápunkturinn í ferðinni var kvöldvaka sem var vel heppnuð í flestan stað. Besti skemmtikrafturinn var hann Beggi, blindur strákur með mikinn húmor fyrir sjálfum sér; “Ég gæti nú aldrei verið hommi, ég sé einfaldlega ekki rassgat”
Svo var vaknað snemma næsta morgunn, þrátt fyrir að hafa farið seint að sofa, afþví að það var að koma óveður og óvíst að við kæmumst yfir Borgarnesbrú ef við leggðum af stað seinna. Rútuferðin heim var fín, ekki eins mikið stuð og sú fyrri, enda allir mjög myglaðir, en við sungum nú samt skólasönginn nokkrum sinnum og fórum í “öll dýrin í dýragarðinum”. Kári forseti sagði líka sögur af ráninu á lukkudýri versló og hrottalega misþyrmingu á því.
En ferðin var mjög vel heppnuð og allir kynntust, ísinn brotinn og allir vinir eftir þetta. Lifi MH
“Gleði, gleði, gleði!
Gleði líf mitt er,
því að Jésús kristur, það gefið hefur mér.
Ég vil að þú eignist þetta líf,
því að það er gleði, gleði, gleði alla tíð!”