Mér finnst skólinn byrja of snemma!
En samt get ég ekki beðið eftir að byrja í honum!
Til hvers er að láta mann byrja á miðju sumri í skólanum og enda hann þegar maður er að byrja í honum.
Maður hefur engann tíma til að skemmta sér og vera lengi úti á og þurfa ekki að vakna kl.7:00 eða fyr!
En svo er einn kostur við skólann. Hann er sá að maður fræðist eitthvað.
En til hvers að fræðast um eitthvað sem kemur manni ekkert við. Eins og hvenær Ingólfur Arnarson nam land hérna!
En hvers vegna að hafa hann svo lengi! frá 8:00 til 15:00!
Í SJÖ KLUKKUTÍMA!!!!
Þetta er bara bull og vitleysa að hafa hann svona lengi og svo þarf maður að læra heima í þokkabót!!
Hvers vegna er maður bara ekki frá kl.11:00 til 12:00?
Mér finnst það allavega nóg!
Þá fengi maður að sofa út!
En það væru líka ókostir við það.
Þá þyrfti maður að vera 50 ár í skóla eða eitthvað svoleiðis.
Það væri satt að segja ömurlegt.
Þá myndi ég heldur vilja vera í 7 tíma í skólanum og einhver 17 ár í skóla.