:(
Ég er að vinna á kassa í verslun og hitti fullt af fólki, sé líka fólk sem ég kannast við en man ekki hvaðan o.s.frv. en í gær var ég að vinna, og þá kom gamall kennari minn sem kenndi mér í 12 ára bekk. Hann kannaðist ekki við mig því ég hef breyst mikið, komin með linsur og orðin dökkhærð ofl. en ég sá að hann var kominn með Parkinson´s veikina og skalf allur. Mér finnst þetta hræðilegur sjúkdómur, en samt sagði ég honum ekki að þetta væri ég…þá myndi hann halda að þetta væri það eina sem varð úr mér= að vinna á kassa eftir skólaárin og ekkert annað…en það er ekki rétt, ég er í skóla líka. En samt er mér sama hvað hann myndi halda, því mér fannst betra að vera ekkert að segja þar sem hann var óhamingjusamur á svip og hafði horast mikið. Ég vorkenndi honum mjög mikið :( Hann er nefnilega ekkert svo gamall, nálægt fimmtugu!!!!!