Þá eru samræmdu prófin búinn þetta árið. Hér er mitt álit á hverju prófi fyrir sig og ýmsu sem þeim tengist.
Þriðjudagur 23. apríl
<b>Íslenska</b>
Fyrsta prófið var Íslenska sem er mjög gott þar sem það er þónokkuð mikill lestur fyrir það próf. Prófið var í 2 hlutum. Í fyrra hlutanum þurfti að leysa verkefnin með hjálp geisladisks eða snældu en í seinni hlutanum var prófað í lesskilningi, málfræði og málnotkun.
1. Hlutinn skiptist í Stafsetningu og hlustun. Stafsetningin var ekkert rosalega erfið en það voru þarna erfið orð inná milli. Hlustunin var hins vegar mjög erfið að mínu mati.
2. Hlutinn var svipaður og síðustu ár. Spurningar sem mér þóttu snúnar þar voru 6, 8, 24, 49, 58 ásamt fleirum.
Kennarar kvörtuðu víst yfir spurningu 8 vegna þess að í grunnskóla er kennt að sagnfylling sé fallorð í no. ég held að það hafi verið rétta svarið.
Ég gæti trúað að sumir hafi verið svolítið stressaðir fyrir þetta próf þar sem þetta var fyrsta prófið en vonandi hafði það engin áhrif á ykkur.
<a href="http://www.namsmat.is/prof/0210isl1.pdf“>1. Hefti Íslensku</a>
<a href=”http://www.namsmat.is/prof/0210isl2.pdf“>2. Hefti Íslensku</a>
Miðvikudagur 24. apríl
<b>Enska</b>
Enskan var frekar létt bara að mínu mati. Fátt sem var að vefjast neitt rosalega fyrir manni þó ég viti reyndar um nokkrar villur.
<a href=”http://www.namsmat.is/prof/0210ens.pdf“>Enskuprófið</a>
Föstudagur 26. apríl
<b>Náttúrufræði</b>
Í ár var í fyrsta skipti prófað úr Náttúrufræði. Prófið skiptist í Eðlisvísindi og Líffvísindi. Það var nokkuð mikill lestur fyrir þetta próf eða ca. 7 bækur. Prófið var nokkuð auðvelt og fór maður frekar létt í gegnum þetta. Þó var mjög auðvelt að mistúlka spruningu 5 eins og ég gerði. Ég skildi lið 2 þannig að loftmótstaðan væri meiri áður en loftinu væri blásið sem gerir möguleikann allveg jafn fáranlegan og hina 3.
Ég býst nú við að þetta próf verði þyngt á næsta ári því fall verður væntanlega í algeru lágmarki í ár.
Ég held að rúmur helmingurinn af bekknum mínum hafi farið út þegar það var hleypt fyrst út.
<a href=”http://www.namsmat.is/prof/0210nfr.pdf“>Náttúrufærðiprófið</a>
Mánudagur 29. apríl
<b>Stærfræði</b>
Hver er ekki búinn að heyra af þessu ”erfiða“ prófi.
Prófið skiptist í 2 hefti. Fyrra hefti án vasareiknis en sinna með vasareikni.
Fyrra heftið var ekki erfitt að mínu mati en það var samt að vefjast fyrir mjög mörgum. Þetta voru fá dæmi sem krakkar í 10. bekk eiga að geta leyst.
Seinna heftið var mun erfiðara. Þetta voru nokkur snúin dæmi en maður hefði átt að geta leyst þetta allt. Maður var allveg rosalega vitur eftirá í þessu prófi.
Þau dæmi sem ég veit ég gerði vitlaust:
dæmi 16:
gerði 5. valmöguleika, réttur er 3.
Bara klaufaskapur.
dæmi 21:
gerði 3. valmöguleika, réttur er 2.
Skítlétt dæmi sem ég myndi aldrei hafa klikkað á ef ég hefði ekki verið að dírfa mig svona að klára þetta.
dæmi 48:
Þetta dæmi er bara dæmi dauðanns sem þarfnast gífurlegs skilnings og mikillar rökhugsunar miðað við fólk í 10. bekk og það á litlum tíma.
Það væri gaman að sjá hlutfall þeirra sem eru með þetta rétt.
En það hefði verið sniðugt að teikna þetta upp á riskblað í réttum hlutföllum og einfaldlega mæla hæðina. Maður er voðalega vitur eftirá.
dæmi 53:
Klikkaði á að nota Pýþagóras til að reikna út h þríhyrningana. Dæmi sem maður á allveg að geta.
dæmi 54:
Fékk náttúrulega bölvað böll út í framhaldi af dæmi 53.
Þetta er allt það sem ég veit með vissu að er vitlaust.
Ég ætti að get reiknað þetta allt nema dæmi 48. Það á bara ekkert heima þarna.
Þar missti ég 8 stig :(
Dæmi sem mér fannst fáránleg:
18: Það verður bara að gefa rétt fyrir allt í þessu því að þetta er svo ónákvæmt.
dæmi 44:
Þetta leit ekki svona vel út í prófheftinu eins og á netinu. Litlu strikin voru ekki þannig að það var mjög erfitt að lesa út úr því.
Tíminn til að leysa prófið var ekki mikill og ég náði ekki að fara eins vel yfir og ég hefðir viljað. Slatti af fólki náði ekki að klára og þeir fyrstu fóru út þegar ca. 30 mín voru eftir.
En þið sem fóruð vælandi út getið bara kennt sjálfum ykkur um því þið hefðuð bara getað lært betur.
<a href=”http://www.namsmat.is/prof/0210stf1.pdf“>1. heftið</a>
<a href=”http://www.namsmat.is/prof/0210stf2.pdf“>2. heftið</a>
Þrjðjudagur 30. apríl
<b>Danska</b>
Danskan var sem betur fer síðust. ÉG hefði alls ekki viljað fá t.d Stærðfræðina síðast. Þetta var bara frekar létt lok á prófunum.
<a href=”http://www.namsmat.is/prof/0210dan.pdf">Danska</a>
Síðan var komið að því að fólk færi í hinar ýmsu ferðir og vonandi hafa allir skemmt sér sem best þar.
Mig langar að minnast aðeins á Þessa námsmatstofnun. Þeir reka í fyrsta lagi vef sem er svona miklivægri stofnun til skammar.
Í 3. fyrstu prófunum þurftum við að leiðrétta villur í prófheftirnu sjálfu. Námsmat hefur heilt ár til að semja prófið
og maður hefði haldið að þeir gætu gert það almennilega.
Ég er bara nokkuð ánægður með að taka þessi próf í ár. Á næsta ári fjölgar t.d greinumunum í 6 og Náttúrufræðin verður væntanlega erfiðari.
Það er frábært að vera búinn með þessi próf og ég vona að þið njótið þess öll.