Þegar ég var í 8. og 9. bekk gekk líf mitt nánast út af skólanum. Ef það var eitthvað sem mér fannst gaman,þá var það að læra og fá góða einkunn. Ég var í tossabekknum eða hægferð. Ég fékk 10 í stafsetningu og málfræði og var alltaf á undan hinum í bekknum, þannig að ég þurfti aldrei að læra heima. Rosalega fínt.
Svo fór allt í klessu í 10. bekk. Ég var færð í miðferðarbekkinn.
Það er mikill munur að vera í hægfærð með 10 krökkum og tveim kennurum og 30 krökkum og einum kennara. Svo var lesblindan ekkert að gera þetta neitt auðveldara. Þá byrjaði kæruleysið, “nenni ekki að læra, nenni ekki að fara í íþróttir, segi bara að ég sé á túr, hverjum er ekki sama, ekki mér”. Þá hætti ég að læra og var alveg sama um helv*** samrænduprófin, “ég ætla heldur ekki að fara í menntaskóla eða til Danmörku”
Svo er eineltið ekkert að gera manni auðveldara, sérstaklega með mætinguna.
En, ég fór í ML (Menntaskólinn á Laugarvatni) og hætti eftir viku, vegna þess að ég var lengst á eftir og skildi ekkert af því sem kennararnir voru að tala um og ég gafst upp. Svo var ég að vinna í heilt ár og ákvað svo að fara í Iðnskólann. Ætti kannski að vera auðveldara því kærastinn minn er í honum og allir vinir hans.
Ég gafst upp þar, með 20% mætingu.
Ég, kærastinn minn og vinur okkar erum að íhuga það að flytja til Danmörku eftir áramótin og þeir ætla að taka A+ gráðuna og ég ætla á námskeið. En ég er svo léleg í dönsku ÚTAF því að ég nennti ekki að læra hana í 10. bekk.
Ég sé rosalega eftir því hvernig ég lét áhugann á náminu minnka.
Menntaskólinn er ekkert auðveldur, ef þú missir af sérstökum tíma geturðu fallið. Sumir kennslutímar eru þannig að ef þú mætir ekki, “því miður, þú er fallinn”. Framhaldsskólakennurunum eru alveg sama, þetta er þín mæting.
Mér langaði bara að benda á að ykkar mæting og einkunnir hafa áhrif á framhaldið, hvort sem þið eruð í grunnskóla eða menntaskóla.
kv. clara