Góðir hálsar, hér ætla ég að segja ykkur frá sniðugri aðferð til að muna hluti. Ég vil vekja athygli a að ég á engan heiður af neinu þessu hér að neðan. Ég las bók um þetta fyrir löngu en man ekki alveg hvað hún hét (ironic ég veit).
Byrjum á því að átta okkur á hvernig heilinn virkar. Í heilanum eru milljarðir á milljarðir ofan af svokölluðum neurons, sem mynda raftengsl sín á milli og mynda þannig hugsanir okkar, tilfinningar og hvaðeina. Heilinn okkar er ekki byggður til að muna eitt í einu. Heilinn vill mikið frekar fá allt í einum slurk, vegna þess að heilinn virkar þannig að þessar neurons mynda vef, samfelldan vef. Best er því að tengja hugsanir í samfelldan vef svo þær festist sem best.
Allt sem þú veist um ákveðið viðfangsefni, segjum stærðfræði, er kallað construct. Það er áralöng vinna þín í stærðfræði sem hefur byggt þetta construct, og sumir hafa betri construct en aðrir. Það að hafa góðan skilning á námsefninu kallast að hafa gott construct. Þú hefur búið til þéttan vef af upplýsingum sem þú getur beitt til að leysa verkefni sem þér hefur jafnvel ekki verið kennt að gera.
Construct í tungumáli er ekki jafn mikilvægt og í stærðfræði, því í tungumálum er hver hugmynd og skilgreining nokkurn veginn sér á báti. Færra tengist í tungumálum en raunvísindum. Constructum má líkja við borgir. Um leið og þú heyrir, sérð eða lest nýja hugmynd, reyndu þá að spyrja sjálfa(n) þig: Á hvað minnir þetta mig á? Um leið ertu búinn að mynda tengingu sem þarf ekki endilega að vera rökrétt. Aðalatriðið er bara að tengja sem flestar hugmyndir saman.
Næst komum við að því sem kallað er model. Model er einfölduð mynd af einhverju sem þú vilt skilja. Models leitast við að einfalda það sem þú ert að reyna að leggja á minnið til að auka skilning þinn á því. Það má segja að þú byggir construct upp smám saman með því að búa til fleiri og fleiri models. Ef þú ert góð(ur) í að búa til models, þá verður námið auðvelt fyrir þig. En hvernig býr maður til model?
Metaphor er einfölduð mynd af því sem þú vilt skilja. Til dæmis er frumreglan um einslæg horn hjá mér sem naut sem er með tvö horn, en það er „aukahorn“ sem sker hin tvö. Já, því fáránlegri sem metaphorin eru, því betur man heilinn þær.
Svo er það önnur tegund af metaphor, nema skynjun og hreyfingu er bætt inn í hana. Fyrir mig ímynda ég mér fjórar áttir sem hægt er að fara í og ég set einn hlut sem ég vil muna í hverja átt. Ég hef þetta oftast sem hús, því þá get ég haft neðri hæð og efri hæð á hverju húsi og þannig margfaldað möguleikana. Svo er mjög gott að hafa ímyndaða manneskju þarna líka, sem spyr þig út úr hvað hver hlutur sé. Þannig ertu að líkja eftir mannlegri reynslu, og það er afar áhrifaríkt þegar maður er að reyna að muna eitthvað.
En hvernig leggur maður á minnið ártöl? Veldu tákn fyrir hvern hlut frá tölustöfunum 0-12, helst eitthvað sem líkist tölustöfunum svo þú eigir auðveldara með að muna það. Hjá mér er það svona:
0 – epli
1 – göngustafur
2 – slanga
3 – kanína
4 – stóll
5 – fáni
6 – bolti
7 – kross
8 – snjókarl
9 – stuttermabolur (varð uppiskroppa með hugmyndir :P)
10 – gleraugu
11 – man ekki alveg :P
12 – ís
Svo segjum að þú þurfir að muna hvenær Sókrates fæddist, sem er 469 f.Kr. þá myndi ég ímynda mér Sókrates sitjandi á stól (4), haldandi bolta á lofti (6) og svo er stuttermabolur fyrir framan hann. Nú man ég þetta alltaf, sama hvort ég gleymi ártalinu eða ekki. Mundu að metaphorið sem þú velur verður að tengjast viðfangsefninu sem þú vilt muna vel. Bara það að raða hlutunum upp í röð virkar síður en ef þú myndir draga upp skýra mynd af viðfangsefninu.
Ég vona að þetta hafi hjálpað einhverjum. :)