Framhaldsskóli: nemendur á aldrinum 16 ára og uppúr, komnir saman til að undirbúa sig fyrir framtíðina, sumir stefna á framhaldsnám að loknu prófi, aðrir stefna beint út í atvinnulífið, sumir ætla að ferðast o.s.frv.
Ég stunda nám við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) og er búin að vera í og úr skóla í 5 ár. Tekið mér frí til að kynnast vinnumarkaðinum og ferðast.
Þann tíma sem ég hef eytt á vinnumarkaðinum hef ég kynnst allskonar fólki, hámenntuðu og faglærðu, en einnig “high school dropout” eins og ég. Á ferðalögum mínum hef ég einnig kynnst öllum gerðum fólks, forstjórum stórfyrirtækja, umboðsmönnum frægra tónlistamanna, lágt/hátt settum riturum, fiskimönnum, háskóla- framhaldsskóla- og grunnskóla nemum, atvinnulausum og einnig fólki sem hefur fallið - fíkniefnasölum og sem flytja efnin milli landa, þjófum og ofbeldismönnum - þau voru samt öll (nema 1) komin aftur nokkurn vegin á beinu brautina þegar ég kynntist þeim.
En ég verð að viðurkenna það að sama í hverju ég hef lent þá er það þannig að þegar ég er í skólanum þá líður mér best, mér finnst frábært að labba um gangana, sitja inn í Gryfju (mötuneytinu), vera í kennslutíma. Ég er þessi sem sef aldrei yfir mig, læri alltaf heima, þegi í tímum - spyr og tala þegar það á við og þá um námsefnið-, virði skoðanir annarra - og eigur. EN þá er ég komin að því sem mér sárnar mest;
Haustið ´97 hóf ég, þá 15 alveg að verða 16 ára, nám við VMA. Margir vinir mínir fóru í MA og 1 eða 2 fóru suður. Fyrsti dagurinn man ég að var voða spennandi, vera komin í skóla með “stóru krökkunum”. Ég gekk um brosandi út að eyrum og ljómaði eins og sólin fyrstu 2 mánuðina - þar til einn daginn þegar ég ætlaði í útiskóna mína - það var búið að stela þeim ! Einhver hafði tekið skóna mína, saklausa litla busastelpan ég fór til skólameistara sem sagði “þeir finnast” og ég náttla ljómaði og fór heim - á sokkunum - viss um að meistari myndi finna þá eða þeim yrði skilað …. þeir eru ekki ennþá komnir í mínar hendur ! Ég komst að því að það höfðu mun fleiri en ég lent í þessu og margir hverjir meira að segja að bækum og ýmsu skóladóti hafi verið stolið, ekki bara fyrstu önnina mína heldur allar hinar líka. Svo fékk ég bílpróf og komið hefur fyrir núna á þessum vetri að mamma og pabbi hafa aumkað sig yfir mér og leyft mér að fara á bílnum í skólann, sko fékk það aldrei áður þar sem við áttum þá alltaf bara einn bíl en eigum tvo núna, allavega þá fékk ég einu sinni á sl. önn að fara á bílnum - og það var keyrt á hann, ekið í burtu og engin skilaboð eða neitt eftir handa mér frá bílstjóranum nema klesstur bíllinn þeirra mömmu og pabba. 3 á þessari önn hef ég farið á bíl, í eitt skiptið var keyrt á bílinn og myndaðist smá beygla - bílstjórinn keyrði í burtu án þess að gera eitt né neitt í málinu, í annað skiptið gerðist ekkert en núna fyrir stuttu var farið með lykil eða eitthvað og öll hliðin bílstjóramegin rispuð.
Ég bara spyr - hvernig mun þetta fólk vera út á vinnumarkaðinu, mun það ganga um stelandi og skemma eigur annarra ? Hugsið ykkur orðið sem þetta fólk fengi á sig ef maður fengi nú tækifæri til að kæra, já svona eru framhaldsskólar nú til dags - innihalda þetta líka þroskaða fólk ! Ég vil taka það fram að ég er ekki að segja að ALLIR séu svona heldur vil ég benda fólki á að gæta eigna sinna í skólanum, setja allt inn í læsta skápa og skilja bílinn eftir heima og taka strætó eða hreyfa sig.
Kveðja Nala